6.þrep Svifrá í böndum
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Fiskur | 0,5 | Sýnileg vinna í kúlu og fettu |
| 2 | Fiskur | 0,5 | |
| 3 | Undirbúningssveifla | 0,5 | Skilar krafti í sveifluna |
| 4 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | Hæð sveiflu í eða yfir 45° hæð frá höngu |
| 5 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | |
| 6 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | |
| 7 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | |
| 8 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | Þrepi lokið eftir 5 framsveiflur |
| Samtals | 4,0 |
ATH í böndum, engin upphitun. Má hafa hanska eða rör
Sé ekki til Svfirá með böndum er heimilt að keppa á venjulegri lágri Svifrá eða nota þykkar lendingardýnur
5.þrep Svifrá í böndum
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Fótlyfta með fætur sundur í hvolfu | 1,0 | Það má byrja í fattri stöðu fyrir fótlyftu. Sveifla afturábak fyrir fótlyftu telst sem aukasveifla Síga niður rólega. Æfingin er einsog öfug samloka með fætur í sundur Rassinn á að fara hærra en fætur |
| 2 | Sækja sveiflu | 0,5 | Á að tengja við hvolfu. Fetta, fætur hátt upp og skjóta í sveiflu |
| 3 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | |
| 4 | Sveifla aftur, sveifla fram | 0,5 | Yfir 45° frá lóðréttu |
| 5 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir rá | 0,5 | Yfir 90° frá lóðréttu |
| 6 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir rá | 0,5 | Yfir 90° frá lóðréttu |
| 7 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir rá, 45° | 0,5 | Yfir 45° frá láréttu |
| 8 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir rá, 45° | 0,5 | Yfir 45° frá láréttu Geri keppandi risa fæst auka 0,5(val um fram eða aftur) |
| Samtals | 4,5 | Aukasveiflur ekki til frádráttar, bara tekið frá f. framkvæmd |
ATH í böndum, keppandi fær að hita upp og keppir svo strax. Þá hitar næsti keppandi upp á meðan dómarar dæma þann sem var á undan.
Það má ekki nota rör.
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á bandasvifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar.
Þjálfari má stoppa iðkanda þegar hann hefur lokið sveiflum
4.þrep Svifrá í böndum
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Langkippur | 1,0 | |
| 2 | Sýnilegt vipp í hálfan afturábakhring | 1,0 | Hæð á vippi óskilgreind, þarf að sýna hreyfingu á mjöðmum frá svifrá Afturábakhringur heitir líka Undirsveifla |
| 3 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir ránna | 0,5 | |
| 4 | Sveifla aftur, sveifla fram yfir ránna | 0,5 | |
| 5 | Framrisi | 0,5 | |
| 6 | Framrisi | 0,5 | |
| 7 | Afturábakrisi | 0,5 | |
| 8 | Afturábakrisi | 0,5 | |
| Samtals | 5,0 |
ATH í böndum, keppandi fær að hita upp og keppir svo strax. Þá hitar næsti keppandi upp á meðan dómarar dæma þann sem var á undan.
Það má ekki nota rör.
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á bandasvifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar
Aukasveiflur ekki til frádráttar, bara tekið frá f. framkvæmd
3.þrep Svifrá
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Undirbúningssveifla | 0,5 | Fetta, fætur hátt upp og skjóta í sveiflu, sækja sveifluna. |
| 2 | 1/2 snúningur | 0,5 | Gripskipti fyrir aftan |
| 3 | Langkippur | 0,5 | |
| 4 | Vipp í afturábakhring | 0,5 | Komast aftur í stuðning |
| 5 | Vipp í handstöðu | 1,0 | Má beygja hendur í vippi án frádráttar |
| 6 | Risi afturábak | 0,5 | |
| 7 | Risi afturábak | 0,5 | Það má gera fleiri en einn risa til að undirbúa sig fyrir afstökkið. Það má fara niður og klára afstökk úr sveiflu: má lenda og fara í afturábak kollhnís eða lenda með aðstoð eða drepa sveifluna og sleppa taki eða fara í sveifluhluta án þess að fara beint í afstökk úr risa. Ekki tekið frá fyrir aðstoð við að fara niður. |
| 8 | Afturábak heljarstökk með beinum líkama | 1,0 | Ef fimleikamaður fer af svifránni eftir risa, þá má hann fara aftur uppá, gera þær sveiflur sem þarf svo hann geti framkvæmt afstökk. |
| Samtals | 5,0 |
Aukalendingardýnur leyfðar
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á svifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar.
2.þrep Svifrá
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Undirbúningssveifla | 0,5 | Fetta, fætur hátt upp og skjóta í sveiflu, sækja sveifluna. |
| 2 | Langkippur | 0,5 | |
| 3 | Vipp í handstöðu | 1,0 | |
| 4 | Risi | 0,5 | |
| 5 | Risi | 0,5 | |
| 6 | 1/2 snúningur | 0,5 | |
| 7 | 1/2 snúningur | 0,5 | |
| 8 | Afturábak heljarstökk með beinum líkama | 1,0 | |
| Samtals | 5,0 |
Aukalendingardýnur leyfðar
Aukasveiflur eru til frádráttar.
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á svifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar.
1.þrep Svifrá
| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Langkippur vipp í handstöðu / Afturkippur í handstöðu | 1,0 | |
| 2 | Hálfur snúningur | 0,5 | Yfir svifráhæð |
| 3 | Hálfur snúningur | 0,5 | Yfir svifráhæð |
| 4 | Risi | 0,5 | |
| 5 | Risi | 0,5 | |
| 6 | Afturhringur í handstöðu / stalder í handstöðu | 1,0 | |
| 7 | 2 risar | 0,5 | |
| 8 | A afstökk gildir 0,5 B afstökk gildir 1,0 | 0,5 | Val um afstökk |
| Samtals | 5,0 |
Aukasveiflur eru til frádráttar.
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á svifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar.
Frádráttartafla
Framkvæmdarvillur
| Villa | Lítil 0,1 | Meðal 0,3 | Stór 0,5 |
|---|---|---|---|
| Fætur sundur eða önnur slæm framkvæmd á leið upp á svifránna | X | ||
| Skert sveifla eða stopp í handstöðu jafnt sem annars staðar | X | X | |
| Skortur á hæð í flugæfingum | X | X | |
| Frávik frá réttri stefnu æfinga | ≤ 15° | > 15° | |
| Tóm aftursveifla | X | ||
| Ólöglegar æfingar eða spyrnt með fótum í rá | X | ||
| Bognar hendur þegar gripið er í rá eftir flugæfingar | X | X | |
| Bogin hné í sveiflum gegnum botn | X hvert skipti | X hvert skipti | |
| Æfing sem heldur ekki áfram í áætlaða átt | X og ógilt | ||
| Flugæfing með heljarstökki yfir ránna sem heldur ekki áfram í risa | X | ||
| Frávik frá handstöðu í innkomu í Endo, Stalders, Weilers og Adlers | X | ||
| Auka sveifla í byrjun æfingar | X |