| Nr. | Æfingar | Gildi | Lýsing |
|---|---|---|---|
| 1 | Undirbúningssveifla | 0,5 | Fetta, fætur hátt upp og skjóta í sveiflu, sækja sveifluna. |
| 2 | 1/2 snúningur | 0,5 | Gripskipti fyrir aftan |
| 3 | Langkippur | 0,5 | |
| 4 | Vipp í afturábakhring | 0,5 | Komast aftur í stuðning |
| 5 | Vipp í handstöðu | 1,0 | Má beygja hendur í vippi án frádráttar |
| 6 | Risi afturábak | 0,5 | |
| 7 | Risi afturábak | 0,5 | Það má gera fleiri en einn risa til að undirbúa sig fyrir afstökkið. Það má fara niður og klára afstökk úr sveiflu: má lenda og fara í afturábak kollhnís eða lenda með aðstoð eða drepa sveifluna og sleppa taki eða fara í sveifluhluta án þess að fara beint í afstökk úr risa. Ekki tekið frá fyrir aðstoð við að fara niður. |
| 8 | Afturábak heljarstökk með beinum líkama | 1,0 | Ef fimleikamaður fer af svifránni eftir risa, þá má hann fara aftur uppá, gera þær sveiflur sem þarf svo hann geti framkvæmt afstökk. |
| Samtals | 5,0 |
Aukalendingardýnur leyfðar
Aðstoði þjálfari við sveiflur og risa á svifrá eru æfingar sem koma á eftir ógildar.